Flugvellir 1, lóðarumsókn, úthlutun
Flugvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3359
26. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Icelandair ehf dags. 24. september 2013 þar sem sótt er um lóð milli Selhellu 1 og Tjarnarvalla 15.
Svar

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarráði úrvinnslu skipulagsþátta umsóknarinnar. Jafnframt vísar bæjarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Icelandair ehf, kt. 4612023490, vilyrði fyrir lóð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari útfærslu í deiliskipulagi. Jafnframt heimilar bæjarstjórn bæjarráði að beita 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald um sérstaka lækkunarheimild vegna lóðarinnar þar sem um sérstaka atvinnuuppbyggingu er að ræða."

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 222263 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110904