Flugvellir 1, lóðarumsókn, úthlutun
Flugvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1722
2. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
15.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.mars sl. Tekin fyrir að nýju umsókn Icelandair ehf um lóðina Flugvellir 1. Einnig lagt fram erindi Icelandair dags 26. mars 2014 þar sem óskað er eftir að lóðaumsókn þeirra frá 24. september 2013 verði skráð á nafn Iceigna ehf en allar fasteignir félagsins eru skráðar þar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Iceeignum, dótturfélagi Icelandair, lóðinni Flugvöllum 1 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að ganga frá samningum við væntanlegan lóðarhafa í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar frá 2. október og 16. október sl."
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggajndi tillögu með 11 atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 222263 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110904