Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samráði við skipulags- og byggingarsvið.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla 15 og Selhellu 1, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið."