Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.júní sl.
Tekið á dagskrá. Þórey S Þórisdóttir, fulltrúi Viðreisnar, óskar eftir að málefni um Betri Hafnarfjörður verði sett á dagskrá.
1. Setja Betri Hafnarfjörð á ábyrgð nýs sviðs Þjónustu og Þróunar.
2. Sett verði fjármagn í að kynna vefinn.
3. Samþykkt verði sú verklagsregla að hæsta tillaga í lok hvers mánaðar verði tekin til formlegrar afgreiðslu hjá viðkomandi ráði.
4. Settir verði á fót hverfapottar fyrir hverfi bæjarins þar sem íbúar geti forgangsraðað fjárfestingum bæjarins innan síns hverfis að fyrirmynd Reykjavíkur og Garðabæjar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.