Betri Hafnarfjörður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3522
20. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.júní sl. Tekið á dagskrá. Þórey S Þórisdóttir, fulltrúi Viðreisnar, óskar eftir að málefni um Betri Hafnarfjörður verði sett á dagskrá. 1. Setja Betri Hafnarfjörð á ábyrgð nýs sviðs Þjónustu og Þróunar. 2. Sett verði fjármagn í að kynna vefinn. 3. Samþykkt verði sú verklagsregla að hæsta tillaga í lok hvers mánaðar verði tekin til formlegrar afgreiðslu hjá viðkomandi ráði. 4. Settir verði á fót hverfapottar fyrir hverfi bæjarins þar sem íbúar geti forgangsraðað fjárfestingum bæjarins innan síns hverfis að fyrirmynd Reykjavíkur og Garðabæjar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.
Svar

Betri Hafnarfjörður og önnur rafræn þjónusta og samráð við íbúa verður á meðal helstu verkefna sem taka á til endurskoðunar og gera umbætur á, á nýju sviði þjónustu- og þróunar sem tekur gildi 1. september n.k.