Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að leggja inn nýja uppdrætti af núverandi ástandi hússins með samþykki allra meðeigenda í húsi. Að öðrum kosti færa húsið til þess ástands sem sýnt er á samþykktum uppdráttum. Enn fremur veita öllum meðeigendum óhindraðan aðgang að sameign hússins. Verði ekki brugðist við þessu innan 3 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.