Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögur:
"Í stað orðanna "fyrirliggjandi kaupsamning" komi "kauptilboð frá 25. mars 2014". Þá bætist við setninguna eftirfarandi: "og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi". Með þeirri breytingu er tillagan því svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir kauptilboð frá 25. mars 2014 vegna eignanna Strandgötu 31 og 33 og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi.""
Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þá tillögu sem kynnt var á fundinum með 11 samhljóða atkvæðum.