Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1713
30. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð UMFRAM frá 23.okt og 1.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.okt. sl. Lögð fram skýrsla Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um Þungmálma og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera. Á fundinn mæta Páll Stefánsson og Guðmundur Einarsson frá Heilbrigðiseftirliti.
Umhverfis og framkvæmdarráð tekur niðurstöðu skýrslunnar alvarlega og leggur til eftirfarandi: Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir að kannað verði hvort þörf sé á fleiri sýnitöku á mosa og jarðvegi, bæði innan iðnaðarsvæðisins og innanbyggðar á Völlum, til að fá fleiri mælingar þar sem framkomin rannsókn sýnir að veruleg mengun fannst í 2 sýnum af 11, með mjög afmarkaða staðsetningu. Umhverfis og framkvæmdarráð vill benda á loftmælingarstöðina sem staðsett er í dag á Hvaleyrarholti og hægt er að nálgast niðurstöður í rauntíma frá henni á heimasíður bæjarins, www.hafnarfjordur.is. Að auki verði komið verður upp loftmælistöð til að mæla loftgæði innan Vallarsvæðins. Mælingarnar verða framkvæmdar eins fljótt og mögulegt er og niðurstöður birtar opinberlega. Umhverfis ? og framkvæmdarráð óskar eftir frekari skoðun á svæðinu og að kortlagt verði hvaða mengunarvarnir fyrirtækin á svæðinu eru með og með hvaða hætti við getum unnið að því að draga úr mengun á iðnaðarsvæðinu. Strax verður hafist við aðgerðir til að bæta mengunarvarnir í samráði við Heilbrigðiseftirlitið og fyrirtækin á svæðinu. Það verður farið í þá vinnu algjörlega óháð því hvaða niðurstöður koma úr mælingunum. Verkefnastjóri verður Guðmundur Einarsson. Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir áfangaskýrslu innan 3ja mánaða frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Eyjólfur Sæmundsson, undir ræðu Eyjólfs tók Sigríður Björk Jónsdóttir við stjórn fundarins.
Þessu næst tók Kristinn Andersen til máls og lagði fram svohljóðandi bókun: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins að fara yfir áherslur og verklag eftirlitsins með það að markmiði að tryggja forgang þeirra verkefna sem brýnust eru hverju sinni."

Margrét Gauja Magnúsdóttir við stjórn fundarins að nýju undir ræðu Kristins Anderen.
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Kristins Andersen, Helga Ingólfsdóttir tók þessu næst til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur.
Geir Jónsson tók síðan til máls,.
Fleiri tóku ekki til máls.