Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á svæði við Ásbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 333
5. nóvember, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu. Lagt er til að landnotkun verði breytt úr blandaðri notkun opinberar stofnanir og opið svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og tengist það þá svæðinu Selhraun norður. Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu samkvæmt kröfu Skipulagsstofnunar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu og matslýsingu með áorðnum breytingum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu á tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar ásamt matslýsingu, breytingu á svæði við Ásbraut, dags. 01.11.13."