Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 340
11. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga VA-arkitekta dags. 2. desember 2013 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Selhraun Norður. Mörk norðurhluta svæðisins eru færð til austurs og ný lóð stofnuð. Stefna og almennir skilmálar fyrir Selhraun Norður gilda fyrir sækkun svæðisins. Skipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu þar til breyting á aðalskipulagi fyrir svæðið hefur verið staðfest.