Álagning sveitasjóðsgjalda 2014
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1716
10. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Áður frestað á fundi bæjarstjórnar 27.nóv. sl. Lagðar fram tillögur um álagningu útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu sem og tillaga að breyttum tekjuviðmiðum afsláttar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega.
1. Útsvar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að útsvarshlutfall árið 2014 verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum"
2. Tillaga um fasteignaskatt og lóðarleigu: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að álögð fasteignagjöld ársins 2014 verði eftirfarandi:
Fasteignaskattur sem reiknast af heildarfasteignamati húsa og lóða. A- skattflokkur, íbúðarhús, hesthús og sumarbústaðir 0,28% B- skattflokkur, opinberar byggingar sbr. reglugerð 1160/2005 1,32% C- skattflokkur, atvinnuhúsnæði, 1,65%
Lóðarleiga sem reiknast af fasteignamati lóðar: A- skattflokkur, íbúðarhús, hesthús og sumarbústaðir 0,4% B- skattflokkur, opinberar byggingar sbr. reglugerð 1160/2005 1,30% C- skattflokkur, atvinnuhúsnæði, 1,30%
Álagning byggir á fasteignamati eigna samkvæmt Fasteignaskrá Íslands 31. desember 2013.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2014 eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 15. janúar 2014 en eftir það 1. hvers mánaðar frá mars til nóvember og eindagi 30 dögum síðar. Gjalddagi fasteignagjalda að lægri fjárhæð en 25.000 kr. er 1. febrúar 2014. Gjalddagar fasteignagjalda sem lögð eru á nýjar eignir á árinu 2014 eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagningin fer fram. Fasteignaskattur og lóðarleiga er lögð á með heimild í lögum nr. 5/1995 með síðari breytingum. Gjaldendur sem greiða fasteignagjöld ársins að fullu fyrir 16. febrúar 2014 fá 5% staðgreiðsluaflsátt.
3. Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar á faseignaskatt elli- og örorkulífeyrisþega: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að tekjumörk afsláttar af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrirþegum vegna ársins 2014 verði eftirfarandi: Tekjur einstaklinga 2013 100% afsláttur, 0 - 2.757.000 kr. 75% afsláttur, 2.757.001 - 3.128.000 kr. 50% afsláttur, 3.128.001 - 3.393.000 kr. 25% afsláttur, 3.393.001 - 3605.000 kr.
Tekjur hjóna 2013 100% afsláttur, 0 - 3.849.000 kr. 75% afsláttur, 3.849.001 - 4.273.000 kr. 50% afsláttur, 4.273.001 - 4.644.000 kr. 25% afsláttur, 4.644.001 - 4.962.000 kr.
Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrirþegum í Hafnarfirði sem samþykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 5. desember 2012 uppfærast í samræmi við þetta.
Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og gerði grein fyrir ofangreindum tillögum.

Tillaga 1 - Útsvar:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

Tillaga 2 - Fasteignagjöld og lóðarleiga:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

Tillaga 3 - Tekjumörk afsláttar fasteignaskatts:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.