Hafnarstjórn - 1440
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3366
19. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4. nóvember sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 12.1. 1311012 - Fernanda, brennandi skip Tilefni fundarins var að brennandi skip var dregið inn til Hafnarfjarðar föstudaginn 1. nóvember 2013. Lúðvík Geirsson formaður hafnarstjórnar setti fundinn og fól hafnarstjóra að fara yfir helstu þætti málsins allt frá því að skipið var dregið til hafnarinnar og þar til að það var dregið í burtu. Rætt var um að nauðsyn bæri til að fara vel yfir allar verklagsreglur við atburði sem þessa.
Hafnarstjórn óskar bókað:
"Hafnarstjórn Hafnarfjarðar telur afa brýnt að mótaðar séu skýrar reglur um hlutverk og skyldur neyðarhafna og jafnframt er brynt og full ástæða til að farið verði yfir þá atburðarás sem átti sér stað sl föstudag þegar flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar."
Þá mætti til fundarins Kristinn Aadnegard yfirhafnsögumaður Hafnarfjarðarhafnar en hann gerði grein fyrir fundi sem hann sat með Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og fleiri aðilum, sem haldinn var í morgun um ástand skipsins. Talið er að allur eldur sé kulnaður og að slökkviliðsmenn eru að kanna skipið að fullu.