Menningar- og ferðamálanefnd - 212
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3365
5. desember, 2013
Annað
‹ 17
18
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22. nóvember sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 18.2. 1311157 - Bæjarbíó, fjölnotahús, hugmynd af Betri Hafnarfjörður Lögð fram tillaga um notkun Bæjarbíós af samskiptavefnum Betri Hafnarfjörður sem bæjarráð vísaði til nefndar. Nefndin tekur undir að starfsemi í húsinu hefur ekki verið mikil. Um þessar mundir er unnið að gerð nýs samnings við Kvikmyndasafn Íslands þar sem áhersla er lögð á að samhliða kvikmyndasýningum verði húsið nýtt undir fjölbreytta viðburði sem þó ógni ekki búnaði eða verndargildi hússins. 18.3. 1311325 - Gaflaraleikhúsið, Strandgata 50, samningur Lagt fram bréf frá stjórn Gaflaraleikhússins þar sem óskað er eftir svörum um áframhald en samningur við leikhúsið rennur út um áramót. Nefndin er einhuga í því að semja áfram við Gaflaraleikhúsið og mun vinna að gerð nýs samnings með leikhúsinu í janúar á næsta ári.