Skipulags - og byggingarráð samþykkir breytingu deiliskipulags og gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Komið hefur verið til móts við athugasemdir varðandi útfærslu byggingar og að teknu tilliti til gildandi deiliskipulags frá árinu 2004. SBH leggur þá áherslu á að þegar teikningar komi til formlegrar meðferðar verði sérstaklega horft til atriða eins og samræmis og þess að skipta byggingunni upp í 3 mismunandi einingar frá Strandgötu. Jafnframt lögð áhersla á góða tengingu við verslunarmiðstöðina Fjörð.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Strandgötu 26 - 30 og að málinu verði lokið samkvæmt 43. gr. laga nr. 123/2010."