Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 348
23. maí, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar skipulags- og byggingarráðs. áður lögð fram viljayfirlýsing lóðarhafa og húsfélags Fjarðar um framkvæmd skipulagsins. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Framlengdum athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 31.03.14. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim. Frestað á síðasta fundi.
Svar

Skipulags - og byggingarráð samþykkir breytingu deiliskipulags og gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Komið hefur verið til móts við athugasemdir varðandi útfærslu byggingar og að teknu tilliti til gildandi deiliskipulags frá árinu 2004. SBH leggur þá áherslu á að þegar teikningar komi til formlegrar meðferðar verði sérstaklega horft til atriða eins og samræmis og þess að skipta byggingunni upp í 3 mismunandi einingar frá Strandgötu. Jafnframt lögð áhersla á góða tengingu við verslunarmiðstöðina Fjörð.

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Strandgötu 26 - 30 og að málinu verði lokið samkvæmt 43. gr. laga nr. 123/2010."