Jafnlaunastaðall, tilraunaverkefni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3463
4. maí, 2017
Annað
Fyrirspurn
Til fundarins mættu jafnlaunaráð Hafnarfjarðar, Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri, Haraldur Eggertsson verkefnisstjóri, Andri Ómarsson verkefnisstjóri og Lúvísa Sigurðardóttir gæðastjóri og Þorkell Guðmundsson ráðgjafi hjá PwC.
Svar

Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem jafnlaunaráðið vinnur að við innleiðingu jafnlaunastaðals fyrir Hafnarfjarðarbæ en markmiðið er að eyða launamun kynjanna. Þá ber sérstaklega að fagna þeim framförum sem koma fram í niðurstöðum launakönnunar milli ára, þ.e. frá árinu 2012 til 2016. Óskað er eftir því að aðgerðaráætlun jafnlaunaráðs verði kynnt á næsta fundi bæjarráðs