Gjaldskrár 2014
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1716
10. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á sorphirðugjald: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að sorpeyðingargjald fyrir árið 2014 verði 25.800 pr. íbúð og uppfærist gjaldskrá sorphirðu í samræmi við það.
Einnig voru lagðar fram eftirfarandi tillögur vegna systkinaafsláttar á leiksskólum og frístundaheimilum:
Tillaga vegna gjaldskrár leikskóla: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi breytingu á 7. grein gjaldskrár leikskóla:
Systkinaafsláttur er veittur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla, hjá dagforeldri og á frístundaheimilum. Systkinaafsláttur reiknast alltaf af elsta barni. Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi fyrir hvert barn umfram eitt.
I. Fyrir annað systkin 30% afsláttur.
II. Fyrir þriðja systkin 60% afsláttur.
III. Fyrir fjórða systkin 100% afsláttur.
Alltaf skal greiða fullt verð fyrir fæði.
Tillaga vegna frístundaheimila: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi vegna gjaldskrár frístundaheimila:
2.gr.
Gjald frístundaheimila skal vera eftirfarandi (síðdegishressing innifalin í gjaldinu):
1 dagur í viku (gjald á mán) (4 klst. á viku/16 klst. á mán) kr. 4.201 2 dagar í viku (gjald á mán) (8 klst. á viku/32 klst. á mán) kr. 7.151 3 dagar í viku (gjald á mán) (12 klst. á viku/48 klst. á mán) kr. 10.297 4 dagar í viku (gjald á mán) (16 klst. á viku/64 klst. á mán) kr. 13.426 5 dagar í viku (gjald á mán) (20 klst. á viku/80 klst. á mán) kr. 16.545
Systkinaafsláttur er veittur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri og á frístundaheimili. Systkinaafsláttur reiknast alltaf af elsta barni. Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi fyrir hvert barn umfram eitt.
I. Fyrir annað systkin 30% afsláttur.
II. Fyrir þriðja systkin 60% afsláttur.
III. Fyrir fjórða systkin 100% afsláttur.
3.gr.
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. Janúar 2014.

Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og gerði grein fyrir ofangreindum tillögum.

Gert var stutt fundarhlé.

Að loknu fundarhlé tók Helga Ingólfsdóttir til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu um sorpeyðingargjald með 6 atkvæðum gegn 5.

Bæjarstjórn Hafnarfjarð samþykkti fyrirliggjandi tillögu vegna breytinga á 7. grein gjaldskrár leiksskóla með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu vegna breytinga á 2. og 3. grein gjaldskrár frístundaheimila með 11 samhljóða atkvæðum.

Helga Ingólfsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Fyrirhugðuð hækkun úr kr. 24.158 í kr. 25.800 er 6,8% sem bætist við verulega hækkun sem sett var inn á síðasta ári en þá var gjaldið hækkað um 25,17%.
Mikil krafa er í samfélaginu að sveitarfélög haldi í sér varðandi gjaldskrárhækkanir og leggi þannig sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika í aðdraganda kjarasamninga og skemmst er að minnast að Reykjavíkurborg tók til baka sínar gjaldskráhækkanir sem áætlaðar voru við gerð fjárhagsáætlunar 2014."

Gert var stutt fundarhlé.

Að loknu fundarhléi tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingaar:
"Engar gjaldskrárhækkanir eru fyrirhugaðar í fræðslu- og fjölskyldumálum, ásamt því sem álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkar annað árið í röð. Hækkun á sorphirðugjöldum er bein afleiðing af úrskurði útskurðarnefndar útboðsmála sem meinaði bæjarfélagniu að semja við lægsbjóðanda um sorpþjónustu í bænum."