Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð BÆJH frá 28.ágúst sl.
Farið yfir forsendur gildandi gjaldskrá leikskólagjalda.
Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu gerði grein fyrir breytingum á tekjuviððmiði vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytt tekjuviðmið viðbótarafsláttar í gjaldskrá leikskóla."
Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG ítreka tillögu sína sem lögð var fram í fjölskylduráði þann 25. júní sl.og fræðsluráði þann 27. júní um að settur verði á stofn þverpólitískur starfshópur fjölskyldu- og fræðsluráðs sem fái það verkefni að endurskoða greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum ogvegna máltíða í grunnskólum.
Hópnum verði falið að móta tillögur sem miða að því að lækka heildarþjónustugjöld að teknu tilliti til heimilistekna og setja skilgreint hámarksþak á þjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu.
Starfshópurinn fái jafnframt það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að tryggja jafnan aðgang barna að íþrótta- og tómstundastarfi t.d. með auknum sveigjanleikja í nýtingu niðurgreiðslna þátttökugjalda og/eða útgáfu frístundakorts í stað núverandi fyrirkomulags á niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna."