HS-veitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1715
27. nóvember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Bæjarfulltrúar Sjálfsstæðisflokkins lögðu fram eftirfarandi tillögu: "Gerð verði úttekt á ávinningi af áframhaldandi eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum annars vegar og hagkvæmni af hugsanlegri sölu hins vegnar."
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson sem lagði fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:

"Eignarhlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum endurspeglar virði þess orkudreifinets sem sveitarfélagið lagði inn í fyrirtækið á sínum tíma og ætlaði því að sjá um að reka í þágu heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði. Um þennan eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í veitufyrirtækinu hefur hingað til ekki ríkt sérstakur ágreiningur. Þvert á móti hefur verið samstaða um það sjónarmið að ef sveitarfélagið ætli að eiga í samstarfi við önnur sveitarfélög um rekstur almenningsveitna þá sé það grundvallaratriði að bærinn eigi að því samstarfi eðlilega aðkomu og hlutdeild. Í hlutafélagi verður það varla gert án beinnar eignaraðildar.
Um þetta fyrirkomulag hefur ríkt góð sátt, enda flestum ljóst mikilvægi þess að standa vörð um hag heimila og fyrirtækja sem þurfa að treysta á öruggt og hagkvæmt dreifikerfi orku.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna hafna því framkominni tillögu sem miðar að sölu hlut bæjarins í Hs veitum og ítreka þá afstöðu sína að hann eigi að vera áfram í samfélagslegri eigu."

Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelssonar svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni.

Eyjólfur Sæmundsson tók þessu næst til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvar öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni.

Þá tók Helga Ingólfsdóttir til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi fyfirliggjandi tilllögu með 6 atkvæðum gegn 5.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs vísa til bókunar sinnar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
"Það er mjög miður að fulltrúar meirihlutans hafni því að taka málið til efnislegrar umfjöllunar í bæjarráði."