Skipulags- og byggingarráð telur mikilvægt vegna þeirra miklu vinnu sem þegar hefur átt sér stað og þeirrar sáttar sem þegar er oðin um mörg þeirra verkefna sem falla undir lögin að þess verði gætt að nýtt frumvarp muni að einhverju leyti byggja á þeirri miklu vinnu sem unnin hefur verið á vegum umhverfisráðuneytisins við endurskoðun löggjafar um náttúruvernd. Að öðru leyti vísast til umsagnar Skipulags og byggingaráðs Hafnarfjarðar um nú náttúrverndarlög sem nú verða felld niður, frá því 6. febrúar 2013.