Reykjavíkurvegur - aðgengi að stoppistöð Strætó
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 340
11. febrúar, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Valitors varðandi aðgengi að að vinnustaðnum. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar í undirbúningshóp umferðarmála. Undirbúningshópurinn vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs. Jafnframt er lagt til að biðstöðin við Hólshraun verði skoðuð með tilliti til frágangs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Stekkjarhrauni, Dalshrauni og Reykjavíkurvegi með sérstakri áherslu á göngu- og hjólreiðastígatengingar. Skipulags- og byggingarráð tekur undir að skoða biðstöðina við Hólshraun með tilliti til frágangs og jafnframt hvort fjölga eigi biðstöðum við Reykjavíkurveg og felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að skoða slíka möguleika.