Menningar- og ferðamálanefnd - 213
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3366
19. desember, 2013
Annað
‹ 13
14
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6. desember sl.
Menningar- og ferðamálafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir ýmis mál tengd nefndinni.
Svar

Til kynningar. 14.1. 11021243 - Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó. Greint frá fundum með forstöðumanni Kvikmyndasafns Íslands og stöðu mála varðandi áframhaldandi samning um Bæjarbíó. Farið yfir drög að nýjum samningi. 14.2. 1309255 - Jólaþorpið 2013 Greint frá fyrstu helgi og tendrun á tveimur vinabæjartrjám frá Fredriksberg og Cuxhaven. Einnig greint frá heimsókn tveggja borgarstjóra og sendinefndar frá Cuxhaven. Rætt um fyrstu helgina og framhaldið. Rætt um nýja uppröðun húsa. ljósaskiltið og fleira. Nefndin lýsir yfir ánægju með nýjungar Jólaþorpsins í ár. 14.3. 1204331 - Reykjanesfólkvangur, fundargerðir Lögð fram fundargerð frá stjórn fólkvangs. Rætt um samning um rekstur íveruhúss og salerna við Seltún en samningurinn rann út 1. október sl.
Nefndin felur menningar- og ferðamálafulltrúa að koma á fundi með nefnd og stjórn Reykjanesfólkvangs til að ræða áframhald samnings. Þá kallar nefndin eftir upplýsingum um stöðu deiliskipulags við Seltún. 14.4. 0704069 - Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu. Rætt um vinnu og aðferðafræði vegna endurskoðunar á menningarstefnu bæjarins. Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna tillögu að framkvæmdinni. 14.5. 1311385 - Gallerí 002, menningarmálanefnd boðið í heimsókn. Lagt fram erindi frá Galleríi 002 þar sem menningar- og ferðamálanefnd er boðið í heimsókn. Nefndin þiggur boðið með þökkum og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að finna tíma. 14.6. 1312038 - Fundur með Vox Naturae, greint frá hugmynd að samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Greint frá fundi sem haldinn var 4. desember sl. með fyrirtækinu Vox Naturae vegna áhuga Hafnarfjarðarbæjar á að taka þátt í verkefni sem lýtur að vitundarvakningu í heiminum um bráðnum jökla og íss. Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri Hafnarfjarðar og menningar- og ferðamálafulltrúi fóru yfir það sem kom fram á kynningarfundinum með Vox Naturae.