Betri Hafnarfjörður, Skipulag við Arnarhraun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 336
17. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir tillaga af vefslóðinni Betri Hafnarfjörður, þar sem lagt er til að gerður verði lítill fjölskyldureitur við Arnarhraun þar sem áður var róluvöllur. Stundum nefnt "Gjótan" en um er að ræða lóð sem stendur auð, neðst í Arnarhrauninu, milli Álfaskeiðs og Tjarnarbrautar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð bendir á að í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir opnu og aðgengilegu svæði í gjótunni fyrir hverfið og tryggður aðgangur að því bæði frá Mánastíg og Arnarhrauni.