Hraðlest, fluglest
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 679
18. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Teknar til umræðu á ný hugmyndir um hraðlest frá Reykjanesbæ að höfuðborgarsvæðinu.
Svar

Lagt fram til umræðu. Fulltrúi Bæjarlistans hvetur bæjaryfirvöld til að ljá ekki máls á samstarfi eða samningsgerð um hugsanlega fluglest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Í nýlegri skýrslu Eflu (LavaExpess: Guðmundur Guðnason) kemur fram að gert er ráð fyrir að lengd teina verði 49 km, þar af um 14 km í göngum milli Straumsvíkur og Vatnsmýrar/BSÍ. Tvöfaldir teinar verði milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar en einfaldir teinar í göngum. Gert er ráð fyrir að flutningsgeta verði 2.400 farþegar/klst í báðar áttir og 15 mínútur á milli ferða. Þá er gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna til Íslands hafi tvöfaldast árið 2032. Áætlaður heildarkostnaður er 780 milljónir evra eða um 110 milljarðir kr. Í skýrslunni kemur fram að óvissa er um marga þætti s.s. jarðlög á áætlaðri leið, fjölda ferðamanna og markaðshlutdeild svo eitthvað sé nefnt. Því má ætla að kostnaður geti orðið mun meiri en nú er áætlað.
Fulltrúi Bæjarlistans telur hugmyndir um fluglest algjörlega óraunhæfar með hliðsjón af aðstæðum í dag. Framkvæmdin er mjög kostnaðarsöm og mikil óvissa um rekstrarumhverfi. Miklu nærtækara er fyrir Hafnarfjarðarbæ að leggja fram vinnu og fjármuni í samstarf sveitarfélaga um fyrirhugaða Borgarlínu.