Hraðlest, fluglest
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1804
25. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
Frestað á fundi bæjarstjórnar 11. apríl sl. 4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl. Til umræðu og afgreiðslu.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og ber jafnframt upp tillögu um að málinu verði vísað til umsagnar í skipulags- og byggingarráði.
Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að málinu verði frestað milli funda.
Fundarhlé kl. 18:34.
Fundi framhaldið kl. 18:36.
Forseti ber upp framkomna tillögu um að fresta málinu milli funda og er tillagan samþykkt með 9 greiddum atkvæðum og tveir sitja hjá. Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen , Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir samþykkja tillögu um frestun málsins en þau Adda María Jóhannsdóttir og Gunnar Axel Axelsson sitja hjá.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki ekki fyrirliggjandi samning um þróun hraðlestar.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Til máls öðru sinni tekur Gunnar Axel Axelsson

Fundarhlé kl. 17:31.

Fundi framhaldið kl. 17:37

Gunnar Axel ber upp tillögu um að bæjarstjórn fresti málinu þar til ný bæjarstjórn komi saman í júní. Er tillagan samþykkt samhljóða og afgreiðslu málsins frestað.