Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og ber jafnframt upp tillögu um að málinu verði vísað til umsagnar í skipulags- og byggingarráði.
Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að málinu verði frestað milli funda.
Fundarhlé kl. 18:34.
Fundi framhaldið kl. 18:36.
Forseti ber upp framkomna tillögu um að fresta málinu milli funda og er tillagan samþykkt með 9 greiddum atkvæðum og tveir sitja hjá.
Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen , Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir samþykkja tillögu um frestun málsins en þau Adda María Jóhannsdóttir og Gunnar Axel Axelsson sitja hjá.