Umbótasjóður opinberra bygginga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 336
17. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um umbótarsjóð opinberra bygginga, 103. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. desember n.k.
Svar

Skipulags og byggingarráð tekur undir ályktum þess efnis að stofnaður verði umbótasjóður sem styðja skuli við ,,...uppbyggingu nýrrar þjónustu eða nýtt hlutverk opinberra bygginga sem misst hafa fyrra hlutverk sitt. ?
Með því væri hægt að tryggja ekki aðeins varðveislu mikilvægra bygginga sem hafa bæði menningarsögulegt- og fagurfræðilegt gildi, heldur um leið að viðhalda sögulegu minni borga og bæja á Íslandi samhliða því að tryggt verði viðhald og góð umgengni innan ramma minjavörslu eins og við á hverju sinni. Það er auk þess umhverfislega hagkvæmt að skoða ávallt leiðir til endurnýtingar áður en tekin er ákvörðun um nýbyggingar út frá fleiri matsþáttum heldur en aðeins kostnaðarlegum. Slíkur sjóður gæti opnað á mörg tækifæri í atvinnusköpun víða um land.
Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við þessa afgreiðslu.