Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð SBH frá 8.apríl sl.
Á fundinn kom fulltrúi Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins og gerði grein fyrir sjónarmiðum þeirra vegna athugasemda sem bárust.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar skipulags og byggingarsviðs og gerir að sínu. Ekki er talið að umrædd breyting muni hafa verulega aukið umferðarálag á hverfið umfram það sem gildandi deiliskipulag hefði gert ráð fyrir, en gert er ráð fyrir 2 stæðum fyrir hverja íbúð. Minnkun og fjölgún íbúða er þá í ágætu samræmi við almenna þróun á byggingarmarkaði og svarar þörf fyrir minni íbúðir í nýjum hverfum, án þess að byggingarmagn sé aukið, enda eru nýleg fordæmi um samsvarandi afgreiðslu erinda í hverfinu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu samkvæmt 42. grein skipulagsllaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi 6. áfanga Valla hvað varðar lóðirnar Hnoðravelli 52, 54, 56 og 58 dags. 22.01.14 og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."