Mjósund 10, breyting byggingarleyfi
Mjósund 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 510
14. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Byggingarleyfi var samþykkt 09.01.14 en ekki er enn skráður byggingarstjóri á verkið, og engar sérteikningar hafa borist. Engar úttektir hafa heldur farið fram. Samkvæmt 35. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 er búseta því ekki heimil í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 19.03.14 eiganda skylt að skrá nú þegar byggingarstjóra á húsið og boða til öryggisúttektar í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Að öðrum kosti mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum sömu laga til að knýja fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda hússins Mjósund 10 ehf frá og með 15. júní 2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121934 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036816