Fyrirspurn
Vegna framkvæmda við stækkun og breytingar í álverinu í Straumsvík 123154 standa út af nokkrir matshlutar þar sem vantar fokheldis og lokaúttektir. En það eru mhl 81,52, 88, 43, 60, 80. Einnig þarf að lagfæra töflur fyrir mhl 100 og 101 þar sem ekki er hægt að hafa fleiri mhl á lóð en 99. Það vantar einnig skráningartöflu og úttektir vegna skýlis fyrir loftræsissamstæðu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 08.01.14 eigendum og byggingarstjóra skylt að lagfæra skráningartöflur fyrir matshlutana, sækja um fokheldisúttekt á nefndum matshlutum innan þriggja vikna og lokaúttekt að því loknu. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.