Menningar- og ferðamálanefnd - 214
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3368
30. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20. janúar sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 11.3. 1309255 - Jólaþorpið 2013 Menningar- og ferðamálafulltrúi fór yfir verkefnið og lagði fram rekstraryfirlit. Jafnframt greint frá því að haldinn verður fundur með kaupmönnum miðbæjarins og þeim sem komu að Jólaþorpinu 22.janúar nk. kl. 09 í Bókasafni Hafnarfjarðar. Farið yfir helstu kostnaðarliði Þorpsins og málin rædd. 11.4. 1009320 - Gaflaraleikhúsið Samningur við leikhúsið er runnin út en samið hefur verið um að leikfélagið fái lokið leikári sínu að Strandgötu 50 sem bærinn leigir. Rætt um næstu skref og menningar- og ferðamálafulltrúa falið að fara yfir stöðu mála með leikfélaginu. 11.7. 1311385 - Gallerí 002, menningarmálanefnd boðið í heimsókn. Ákveða þarf hvenær nefndin getur skoðað Gallerí 002. Frestað til næsta fundar. 11.8. 1309249 - Hugmyndir frá Menningarfélagi Hafnarfjarðar. Lagt fram erindi frá hópi sem kallar sig Menningarfélag Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir að koma að viðburðum og því að gæða Hafnarfjörð lífi og listum. Nefndin fagnar áhuga félagsins á að efla menningu og listir í Hafnarfirði.