Menningar- og ferðamálanefnd - 215
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3369
13. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29. janúar sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 14.1. 1009320 - Gaflaraleikhúsið Lárus Vilhjálmsson og Gunnar Helgason mættu til fundarins og fóru yfir stöðuna með húsnæðið að Strandgötu 50 og fleira. Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna að samningsgerð ásamt fulltrúum leikhússins. 14.2. 1212126 - Bjartir dagar Rætt um hvort halda eigi Bjarta daga með hefðbundnu sniði í ár. Í ljósi fundar um viðburði sem haldin var í Hafnarborg í haust þar sem rætt var m.a. um stöðu Bjartra daga leggur nefndin til að hátíðin verði ekki haldin í lok maí, byrjun júní í ár. Kannað verði hvort halda megi viðburðinn eða sambærilega hátíð síðar á árinu. 14.4. 11021243 - Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó. Lögð fram drög að samningi Hafnarfjarðarbæjar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um stuðning Hafnarfjarðarbæjar við sýningarhald Kvikmyndasafns Íslands. Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi Hafnarfjarðarbæjar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í honum felst að Hafnarfjarðarbær muni veita Kvikmyndasafni Íslands áframhaldandi stuðning til næstu þriggja ára og tryggja safninu endurgjaldslaus afnot af Bæjarbíói í tengslum við sýningarhald sitt. Hafnarfjarðarbær leggur jafnframt ríka áherslu á varðveislugildi hússins og mikilvægi þess að áfram verði unnið að endurbótum þess og viðhaldi.

Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir jafnframt að auglýst skuli eftir áhugasömum aðila til að taka sér rekstur Bæjarbíós.

Samningsdrögum vísað til staðfestingar í bæjarráði.