Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1726
28. maí, 2014
Annað
‹ 8
7
Fyrirspurn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.maí sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.maí sl. Fundargerð bæjarráðs frá 22.maí sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 20.maí sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 19.maí sl. c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.maí sl. d. Fundargerð stjórnar STRÆTÓ bs. frá 2.maí sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.maí sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12.maí sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 19.maí sl.
Svar

Geir Jónsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 21. maí sl. 4. liðar Hjúkrunarheimili Skarðshlíð. Jafnframt þakkaði hann bæjarfulltrúum samstarfið á kjörtímabilinu.

Sigríðu Björk Jónsdóttir tók einnig til máls og þakkaði samstarfið.

Hörður Þorsteinsson kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21. maí sl. 10. liðar Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði. Einnig vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 21.maí sl. 6. liðar Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Hörður þakkaði jafnframt samstarfið.

Valdimar Svavarsson tók þessu næst til máls, þakkaði samstarfið á kjörtímabilinu og óskaði nýrri bæjarstjórn velfarnaðar í störfum. Jafnframt þakkaði hann bæjarstjórum, forsetum og starfsmönnum bæjarins samstarfið.

Bæjarstóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir tóku einnig til máls og tóku undir þær þakkir sem fram hafa komið.

Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók einnig undir framkomnar þakkir og þakkaði sérstaklega þeim bæjarfulltrúum sem ekki hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn.