Geir Jónsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 21. maí sl. 4. liðar Hjúkrunarheimili Skarðshlíð. Jafnframt þakkaði hann bæjarfulltrúum samstarfið á kjörtímabilinu.
Sigríðu Björk Jónsdóttir tók einnig til máls og þakkaði samstarfið.
Hörður Þorsteinsson kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21. maí sl. 10. liðar Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði. Einnig vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 21.maí sl. 6. liðar Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Hörður þakkaði jafnframt samstarfið.
Valdimar Svavarsson tók þessu næst til máls, þakkaði samstarfið á kjörtímabilinu og óskaði nýrri bæjarstjórn velfarnaðar í störfum. Jafnframt þakkaði hann bæjarstjórum, forsetum og starfsmönnum bæjarins samstarfið.
Bæjarstóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir tóku einnig til máls og tóku undir þær þakkir sem fram hafa komið.
Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók einnig undir framkomnar þakkir og þakkaði sérstaklega þeim bæjarfulltrúum sem ekki hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn.