Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1735
26. nóvember, 2014
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 20.nóv. sl. a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12.nóv. sl. Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 10. og 18.nóv. sl. Fundargerðir fjölskylduráðs frá 14. og 21.nóv. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.nóv. sl. Fundargerðir fræðsluráðs frá 17. 0g 24.nóv. sl. Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14. og 19.nóv. sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.nóv. sl. b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5.nóv. sl.
Svar

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. nóvember sl. 1. liðar Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir. Helga Ingólfsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls, Gunnar Axel Axelssonar kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.

Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 20. nóvember sl. 4. liðar Motus ehf vanskilainnheimta.
Einnig vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 24. nóvember sl. 3. liðar fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015.
Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur vegna fundargerðar bæjarráðs og tók síðan við stjórn fundarins.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. nóvember sl. 1. liðar Íþróttahús Kaplakrika, sem og fundargerðar bæjarráðs frá 20. nóvember sl. 4. liðar Motus ehf vanskilainnheimta.
Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðrún Ágústu Guðmundsdóttir vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.
Helga Ingólfsdóttir tók síðan til máls einnig vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. nóvember sl. 1. liðar Íþróttahús Kaplakrika, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls vegna sama liðar.

Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa og kom síðan að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.