Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1734
12. nóvember, 2014
Annað
‹ 6
7
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.nóv. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 7.nóv. sl. a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 31.okt.sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 3.nóv. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.nóv. sl. a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 12.sept. og 3.okt. sl. Fundargerðir bæjarráðs frá 6. og 7.nóv. sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.okt. sl. b. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27.okt. sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.okt. sl. d. Fundargerðir stjórnar Hafnarborgar frá 22. og 29. sept. sl. Fundargerð forsetanefndar frá 30.okt.sl.
Svar

Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna 3. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 6. nóvember sl., Ráðgjafaþjónusta yfirlit, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vegna sama liðar, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Rósa Guðbjartsdóttir tók einnig til máls vegna sama liðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.

Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna sama liðar, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Kristinn Andersen kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls vegna þessa sama liðar, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar.

Kristín María Thorddsen tók einnig til máls vegna sama liðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Kristínar Maríu Thoroddsen, Adda María Jóhannsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Kristínar Maríu Thoroddsen.

Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls vegna sama liðar og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir sína hönd og Kristins Andersen:
"Undirritaðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlegar athugasemdir við greiðslur sem nú eru komnar fram, að upphæð um 115 milljónir króna úr bæjarsjóði fyrir ráðgjöf um endurfjármögnun lána bæjarins.
Í fyrsta lagi er gerð athugasemd við upphæðina.
Í öðru lagi er gerð athugasemd við að svo há greiðsla skuli ekki hafa verið borin undir bæjarráð eða bæjarstjórn og lítur því út fyrir að um brot á sveitarstjórnarlögum sé að ræða.
Í þriðja lagi er gerð athugasemd við að svo háum kostnaði hafi ekki verið gerð skil í fjárhagsáætlun eða í viðauka hennar, eins og eðilegt væri. Ábyrgð á þessari ráðstöfun fjármuna bæjarsjóðs er alfarið vísað til fyrrverandi meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, sem samþykkti og greiddi án vitundar eða samráðs við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Munu undirrituð óska eftir formlegum skýringum, af hálfu forystumanna núverandi minnihluta, þar á meðal fyrrverandi bæjarstjóra, á því hvernig þessi ákvörðun var tekin án heimildar og gerð verði grein fyrir því hvað réði þeirri þóknun sem samið var um. Óskað verður eftir því að rökstuðningurinn verði afhentur í bæjarráði."
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen


Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.