Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja á réttan hátt um breytingu sem framkvæmd hefur verið á húsinu eða færa húsið í fyrra horf að öðrum kosti. Jafnframt er bent á að breyting á notkun húss er byggingarleyfisskyld. Verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.