Geir Jónsson tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Kristinn Andersen sem kynnti eftirfarandi tillögur:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að 15% skerðing greiðslna undanfarinna ára til samningsbundinnar starfsemi íþróttafélaga innan Íþróttabandalags Hafnarfjarðar verði afnumin frá og með 1. janúar 2014.?
GREINARGERÐ:
Samningar Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélög bæjarins hafa verið í gildi þrátt fyrir skerðingu framlaga Hafnarfjarðar, sem samið var um að yrði til ársloka 2011. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur lagt fram tillögur að leiðréttingum við endurskoðun samninganna og hér er stigið það skref að koma samningum aftur í rétt horf. Öðrum atriðum sem snúa að samstarfi Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaganna, nú og til framtíðar, er vísað til frekari úrvinnslu.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.