Rekstrarsamningar íþróttafélaga, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1720
5. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð FJÖH frá 26.febr. sl. Til fundarins mætti Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi og gerði grein fyrir endurskoðun samninga.
Valdimar Svavarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir umsögn ÍTH á erindi ÍBH. Einnig er óskað eftir frekari upplýsingum og greiningu á lið 1 í erindi ÍBH.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að 15% skerðingu frá og með 1.1. 2014 verði vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Svar

Geir Jónsson tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Kristinn Andersen sem kynnti eftirfarandi tillögur:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að 15% skerðing greiðslna undanfarinna ára til samningsbundinnar starfsemi íþróttafélaga innan Íþróttabandalags Hafnarfjarðar verði afnumin frá og með 1. janúar 2014.?

GREINARGERÐ:
Samningar Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélög bæjarins hafa verið í gildi þrátt fyrir skerðingu framlaga Hafnarfjarðar, sem samið var um að yrði til ársloka 2011. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur lagt fram tillögur að leiðréttingum við endurskoðun samninganna og hér er stigið það skref að koma samningum aftur í rétt horf. Öðrum atriðum sem snúa að samstarfi Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaganna, nú og til framtíðar, er vísað til frekari úrvinnslu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.