Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð SBH frá 28.jan. sl
Skipulags- og byggingarráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag hestasvæðisins Hlíðarþúfur þannig að hægt verð að ganga frá lóðasamningum þar. Jafnframt verði staða húsanna á Hlíðarenda skoðuð. Hugsanlegt væri að þau hús væru með í deiliskipulaginu með ákvæði um að þau víki þegar Ofanbyggðavegur verði lagður.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir Hlíðarþúfur og Hlíðarenda. Vinnan verði unnin á Skipulags- og byggingarsviði. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag fyrir hesthúsasvæðið Hlóðarþúfur ásamt Hlíðarenda."