Varaforseti Kristinn Andersen tók við stjórn fundarins.
Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Gunnar Axel Axelsson.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum tillögur 1-6 eins og þær liggja fyrir í skýrslunni "Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði."
Gunnar Axel Axelsson koma að eftirfarandi bókun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur Fjölskylduráði frekari úrvinnslu þess. Beinir bæjarstjórn því til ráðsins að tryggja kynningu verkefnisins fyrir velferðarráðuneytinu."
Geir Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að leitað verði nýrra leiða til að virkja fólk til vinnu og endurhæfingar eins og kostur er, enda í samræmi við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft um langan tíma. Mikilvægt er að unnið verði að verkefninu í samræmi við lög og rétt einstaklinganna sem það snertir."
Geir Jónsson
Valdimar Svavarsson
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Ólafur Ingi Tómasson
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa.
Gert var stutt fundarhlé.