Skipulags- og byggingarráð tekur undir þau jákvæðu markmið sem fram koma í landsskipulagsstefnunni. Af mörgum góðum málum má nefna kafla 4.2.3 Skilgreining á strandlínu eða núll hæðarlínu við þéttbýli og önnur byggð svæði þar sem hætta stafar af sjávarflóðum og vegna breytinga á sjávarborði vegna loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að vekja athygli á þessu m.t.t. hækkunar yfirborðs sjávar. Skipulags- og byggingarráð áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við útfærslur einstakra atriða á síðari stigum.