Strandgata 43,byggingarstig og notkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 516
25. júní, 2014
Annað
Fyrirspurn
Húsnæðið er ýmist skráð á byggingarstig 4 eða 7. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 29.01.14 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Fretur var veittur til 31.03.14, en ekkert hefur gerst í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.