Norðurhella 5, frágangur á lóð
Norðurhella 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 495
29. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Kvartað hefur verið yfir frágangi lóðar, sem er á athafnasvæði og í nábýli við íbúðarhverfi. Á lóðinni eru m.a. gámar sem ekki er leyfi fyrir, og ökutækjum er lagt utan lóðar. Ákvæði skipulagsskilmála grein 2.9 eru ekki uppfyllt, m.a: "Ef um útilagera er að ræða, skal girða þá af með skjólveggjum úr varanlegu efni sem hindrar innsýn. Hæð þeirra skal vera 2 m." Um athafnasvæði gildir: "Á athafnasvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttum iðnaði, vörugeymslum, hreinlegum verkstæðum og umboðs- og heildverslunum."
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að byrgja innsýn á lóðina frá íbúðarhverfinu og að fjarlægja ökutæki utan lóðar.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204718 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092976