Lagt fram til kynningar. 16.1. 0805038 - Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun Til fundarins mætti Eyjólfur Sæmundsson, formaður samninganefndar hafnarinnar við Rio-Tinto í Straumsvík. Hann gerði hafnarstjórn grein fyrir gangi viðræðnanna við álverið og stöðu. Hafnarstjórn þakkar Eyjólfi Sæmundssyni og viðræðunefndinni fyrir góða greinargerð.
Hafnarstjórn felur nefndinni að halda viðræðum áfram á sömu nótum. 16.2. 1311112 - Grænfána- og Bláfánaverkefni Til fundarins mættu fulltrúar Landverndar Salome Hallfreðsdóttir og Katrín Magnúsdóttir.
Þær kynntu reglur og umhverfi bláfánans, vottunarmerki um hreinar skemmtibátahafnir. Hafnarstjórn samþykkir að halda áfram vinnu við mótun umhverfisstefnu fyrir Hafnarfjarðarhöfn og undirbúa ferli fyrir umsókn um Bláfána fyrir Flensborgarhöfn fyrir árið 2015.