Bæjarhraun, ósk um gerð bílastæðavasa við Bæjarhraun 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 341
25. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir erindi Blikáss ehf sem óskar eftir gerð bílastæðavasa fyrir framan Bæjarhraun 6. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 19.02.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Nýlega var unnið að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bæjarhraun vegna hjólastígs sem er nú kominn handan húsagötu. Ekki er sem stendur unnt að verða við beiðni um fleiri bílastæði á bæjarlandi en í deiliskipulagstillögu er áfram gert ráð fyrir bílastæðavösum á svæðinu og stæðum fjölgað milli Fjarðargötu og Bæjarhrauns. Frekari deiliskipulagsbreytingar bíða heildarendurskoðunar á deiliskipulagi fyrir svæðin ofan við Bæjarhraun.