Bæjarráð samþykkir að gatnagerðargjald vegna Herjólfsgötu 30-34 verði ákveðið í samræmi við heimild skv. 1. mgr. 6 gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjöld. Þar segir: "Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, atvinnuuppbyggingar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði."
Hér er um að ræða þéttingu byggðar í þegar byggðu hverfi og því heimilt að lögum að lækka gjaldið. Gjaldið verði miðað við 7,5% af vísitöluhúsi. Upphæðin er bundin við að framkvæmdir hefjist eigi síðar en 6 mánuðum frá staðfestingu breytingar deiliskipulags lóðarinnar og lokaúttekt fari fram eigi síðar en 3 árum eftir það. Standist ekki önnur hvor tímasetningin hækkar gatnagerðargjaldið í 15% af vísitöluhúsi.