Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn Skipulags-og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum að bílastæðakvöð verði 1.8 stæði á íbúð, bílastæðum verði fækkað að því marki ofan jarðar, og gerður verði kantur útað götunni. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deilsikipulagi Hleina að Langeyramölum hvað varðar lóðirnar Herjólfsgötu 30-34 dags. 3. mars 2014 og að málinu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar málinu áfram til afgreiðslu Bæjarstjórnar Garðabæjar"