Fyrirspurn
Tekin til umræðu breyting á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum hvað varðar lóðirnar Herjólfsgata 30-34. Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 10.07.2014 og í bæjarstjórn Garðabæjar 29.07.2014. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.08.2014 þar sem stofnunin gerir ekki athugasemd við að auglýsing um skipulagið birtist í b-deild Stjórnartíðinda þegar stofnuninni hafa borist lagfærð gögn þar sem, auk umfjöllunar um hljóðvist og skilmála um flokkun húsnæðis, komi fram lágmarkshæð gólfkóta (sbr. aðalskipulagið) og gerð grein fyrir minjum. Á uppdráttinn hefur verið bætt eftir farandi í samræmi við þetta:
- Lágmarksgólfhæð íbúða á jarðhæð sé 5,1 m.y.s. Við hönnun bílakjallara skal taka sérstakt tillit til möguleika á sjávarföllum.
- Herjólfsgata er tengibraut skv. gildandi aðalskipulagi þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Miðað við að umferðarmagn fari ekki yfir 2000 bíla á sólarhring og fjarlægð bygginga frá götu er ekki talið að hljóðstig fari yfir 50 dB.
- Fornleifafræðingur Byggðasafni Hafnarfjarðar hefur mælt upp garðhleðslur á lóðinni sem hverfa vegna fyrirhugaðra bygginga. Þær eru frá árunum 1930-1980 og teljast ekki fornleifar.