Vellir 2 breyting á deiliskipulagi lóðar við Fléttuvelli.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 507
23. apríl, 2014
Annað
1
Fyrirspurn
Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð við Fléttuvelli sem ætluð var til síðari óþekktra þarfa og mundu nánari byggingarskilmálar verða gerðir þegar þörf verður á. Erindið felur í sér að afmarkaður verði byggingarreitur fyrir þrjár lausar kennslustofur fyrir Hraunvallaskóla og skilmálum breytt þannig að grein 5.9: "Lóð frátekin til síðari þarfa" verði felld brott. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi. Erindið var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið skv heimild í reglugerð nr 767/2005 um afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar á deiliskipulagserindum og að afgreiðslu verði lokið skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.