Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar - endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1745
13. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillag: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að hæfileikar allra séu virkjaðir og réttur allra til virkrar þátttöku í samfélaginu sé tryggður. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að við yfirstandandi endurskoðun mannauðsstefnu Hafnarfjarðarbæjar verði áhersla lögð á að uppfylla ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í þeim tilgangi setji sveitarfélagið sér skýr markmið um að vinna gegn allri mismunun vegna fötlunar, meðal annars með því að tryggja framboð starfa, vinnufyrirkomulags, vinnutíma og starfsaðstöðu sem hentar fólki með mismunandi starfsgetu.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju og tók Kristinn Andersen þá til máls, síðan Rósa Guðbjartsdóttir.
Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari sem Rósa Guðbjartsdóttir svaraði, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni.

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.