Lagt fram erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) dags. 30. desember 2013 varðandi endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Stjórn sjóðisins samþykkti á fundi þann 18. desember að hlutfallið skyldi vera óbreytt.
Svar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddan lífeyrir Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 2014 verði 66%."