Endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á lífeyri 2014
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1721
19. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð BÆJH frá 13.mars sl. Lagt fram erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) dags. 30. desember 2013 varðandi endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar. Stjórn sjóðisins samþykkti á fundi þann 18. desember að hlutfallið skyldi vera óbreytt. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddan lífeyrir Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 2014 verði 66%."
Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.