ESB-viðræður, áskorun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1721
19. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 13.mars sl. Lögð fram eftirfarandi tillaga um áskorun bæjarstjórnar til Alþingis um að tryggja aðkomu þjóðarinnar um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Í samræmi við gefin fyrirheit verði dregin til baka tillaga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um framhald þeirra sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig getur ríkisstjórnin lagt sitt af mörkum til þess að skapa sátt í samfélaginu, unnið gegn sundurlyndi og tortryggni um leið og dregið er úr pólitískri óvissu í íslensku þjóðlífi. Sömuleiðis tekur bæjarstjórn undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar sl. þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu ráðrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna málsins".
Greinargerð:
Eins og fram kemur í greinargerð sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenska sveitarstjórnarstigið er ljóst er að áhrif aðildar á íslensk sveitarfélög yrðu umtalsverð. Þó er ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um heildarávinning sveitarfélaga fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Þá hafa íslensk sveitarfélög, meðal annars Hafnarfjarðarbær, verið í forystu um aukið lýðræði og beina þátttöku kjósenda í stórum og mikilvægum ákvörðunum sem varða samfélagið í heild og hagsmuni þess. Þannig tryggði bæjarstjórn Hafnarfjarðar á sínum tíma íbúum bæjarins beint og milliliðalaust lýðræði með því að setja inn í samþykktir bæjarins heimild til að setja þýðingarmikil mál í dóm kjósenda. Að baki þeim breytingum lá það grundvallarsjónarmið að undirstaða trausts sambands almennings og stjórnmála væri gagnkvæmni, að forsenda trausts almennings til stjórnmálanna sé að stjórnmálin treysti fólkinu. Telur bæjarstjórn að hér sé um svo stórt hagsmunamál að ræða að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörðun um framhald þess.
Bæjarráð vísar fyrirliggandi tillögu til bæjarstjórnar.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls,þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Rósa Guðbjartsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:

"Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillagan um að slíta aðildarviðræðum er hins vegar ekki verkefni sveitarstjórnarstigsins heldur viðfangsefni Alþingis og ríkisstjórnar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á og treysta því að kjörnir fulltrúar á þeim vettvangi leiði málið til lykta svo sátt megi nást um."
Valdimar Svavarsson
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Geir Jónsson
Helga Ingólfsdóttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum en 5 sitja hjá.